Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Karfan.is verður Yngvi Gunnlaugsson næsti þjálfari Valskvenna. Valur féll úr Iceland Express deild kvenna á síðustu leiktíð þar sem Ari Gunnarsson var við stjórnartaumana. Þessa dagana mun Yngvi vera í samningaviðræðum við Valsmenn um að taka líka við kvennaliðinu.
Yngvi tók við Val í 1. deild karla fyrir síðustu leiktíð og stýrði liðinu til úrslita um laust sæti í úrvalsdeild gegn Haukum þar sem Valur mátti enn eina ferðina sitja eftir í 1. deild. Ef af verður mun Yngvi því stýra bæði karla- og kvennaliði Vals í 1. deildunum næsta tímabil.



