Eitthvað hefur verið rætt og ritað um að besti leikmaður úrslitakeppni ACB deildarinnar á Spáni, Erazem Lorbek leikmaður Barcelona, muni ganga til liðs við San Anotnio Spurs á næstu leiktíð. Nú hefur leikmaðurinn sjálfur stigið fram og blásið aðeins á fregnirnar.
Sjálfur segir Lorbek að Spurs gæti verið inni í myndinni, einnig að vera áfram hjá Barcelona og þá hefur leikmaðurinn kynnt þriðja möguleikann en vill ekki gefa upp hvað um gæti verið að ræða. Spekingar telja að þar gæti Rússland verið inni í myndinni.
Lorbek lét þó hafa eftir sér að NBA deildin, fyrir hann, hefði ekki upp á byrjunarliðsstöðu að bjóða sem fæli í sér leiðtogahlutverk.