17:05
{mosimage}
(Justin Shouse hefur alið manninn um hríð á Íslandi)
Samkvæmt þeirri skoðanakönnun sem hefur verið í gangi hér á Karfan.is síðustu daga mun yfirgnæfandi meiri hluti liðanna í efstu deildum bæta við sig erlendum leikmönnum eftir því sem líður á tímabilið.
Spurt var:
Telur þú að eftir því sem líður á tímabilið að liðin í efstu deildum bæti við sig erlendum leikmönnum?
191 svaraði spurningunni játandi eða alls 78% þátttakenda. 54 svöruðu neitandi eða 22%.
Sé tekið mið af þessari skoðanakönnun munu erlendir leikmenn streyma til landsins í stríðum straumum áður en langt um líður. Við á Karfan.is höfum hinsvegar sett inn nýja könnun og að þessu sinni spyrjum við hvort fólk ætli að mæta á Stjörnuleikina þann 13. desember næstkomandi.



