spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaYfirgefur Svanina fyrir Stjörnuna

Yfirgefur Svanina fyrir Stjörnuna

Orri Gunnarsson hefur samið við Stjörnuna um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway deild karla samkvæmt færslu félagsins á samfélagsmiðlum, en samningur hans er til tveggja ára.

Orri er að upplagi úr Stjörnunni en kemur aftur til þeirra frá Gmundrn Swans í Austurríki þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Tvö tímabil þar á undan var hann á mála hjá Haukum í fyrstu og Subway deild.

„Eftir að Stjarnan hafði samband gengu hlutirnir hratt fyrir sig og er ég mjög ánægður að vera kominn aftur heim. Ég þekki vel til í Garðabænum og hlakka til að komast aftur á parketið í Ásgarði“ Segir Orri.

Fréttir
- Auglýsing -