Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa samið við Giannis Agravanis fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla. Tilkynnir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Gisnnis er 26 ára grískur bakvörður/framherji sem kemur til Stjörnunnar frá Tindastóli. Þar skilaði hann 14 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð með liðinu sem fór alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem þeir töpuðu fyrir Stjörnunni.



