Júlíus Orri Ágústsson hefur samið við Tindastól til næstu tveggja ára.
Júlíus er að upplagi úr Þór Akureyri, en hefur síðustu ár leikið fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar. Nú í vor varð hann einmitt Íslandsmeistari með Stjörnunni á heimavelli Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki eftir æsispennandi einvígi. Ásamt því að leika fyrir Tindastól mun Júlíus Orri þjálfa yngri flokka hjá Tindastóli.



