Fjölnir hefur samið við Oscar Teglgård Jørgensen fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta með tilkynningu.
Oscar er danskur og er orðin þekkt stærð í íslenskum körfubolta, enda hefur hann spilað hér á landi síðustu 3 tímabil. 2022-23 lék hann með Sindra þar sem hann skoraði 20 stig að meðaltali í leik með 45% þriggja stiga nýtingu og 4 stoðsendingar að auki.
Síðustu tvö árin hefur hann svo leikið með liði ÍR, fyrst í 1.deild þar sem hann fór upp með liðinu og skoraði 17 stig að meðaltali í leik á 45% þriggja stiga nýtingu. Á síðasta tímabili lék hann svo í Bónusdeildinni á þar sem hann var með um 11 stig að meðaltali í leik og næst hæstu þriggja stiga nýtingu deildarinnar eða 47%.
Eftir undirskrift sagði Oscar í tilkynningu ,,First of all thanks to Balli and the organization of Fjölnir for giving me this opportunity! I’m really excited about joining this club which I have had great battles against in the past. Looking forward to meeting everyone and having a great season together. Kom så Fjölnir!”
Baldur Már þjálfari hafði eftirfarandi að segja um Oscar: ,,Ég er gríðarlega ánægður með að fá Oscar til okkar. Ég hef unnið með honum áður og hef kynnst hversu mikið eðal eintak drengurinn er, fyrir utan að vera ein besta þriggja stiga skytta landsins síðustu tímabil þá er hann harðduglegur og frábær liðsfélagi. Ég er sannfærður um að hann passi vel inn í okkar hóp og styrki liðið í þeirri vegferð að vinna okkur sæti í úrvalsdeild.”
Arnar formaður Fjölnis: ,,Við í stjórn Fjölnis erum mjög ánægð með að hafa náð samkomulagi við Oscar. Við erum spennt að sjá hann taka slaginn með okkur í 1. deildinni á næsta tímabili. Oscar spilaði stórt hlutverk með ÍR liðinu í vetur og hefur bæði reynslu af Bónus deildinni og sterkri 1. deild. Hann mun ekki aðeins koma með gæði á völlinn, heldur einnig miðla reynslu sinni til yngri leikmanna liðsins, sem mun styrkja þá í þeirra þróun. Við hlökkum til að sjá hann í leik!”



