Bakvörðurinn Valur Orri Valsson mun ekki halda áfram með liði Grindavíkur á komandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið það á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.
Samkvæmt tilkynningu félagsins er um sameiginlega ákvörðun að ræða að rifta samning, en Valur kom til Grindavíkur fyrir tveimur árum úr Keflavík.
Tilkynning:
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Valur Orri Valsson hafa komist að sameiginlegri ákvörðun um að rifta samning.
Valur Orri hefur verið lykil leikmaður Grindavíkur liðsins undanfarin tvö keppnistímabil og er deildin honum afar þakklát fyrir skilning á þessum erfiðu tímum. Framundan eru breytingar sem ekki verður komist hjá. Stjórn, stuðningsmenn og styrktaraðilar senda Vali Orra hlýjar kveðjur og þakka honum fyrir tímann sem hann spilaði sem leikmaður Grindavíkur



