ÍR hefur samið við Rafn Kristján Kristjánsson til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum.
Rafn er 25 ára og er uppalinn í Fjölni, þá lék hann á sínum tíma með yngri landsliðum Íslands. Hann mun nú leika á ný undir stjórn Borche, sem hann þekkir vel. Borche hefur þetta að segja um Rafn í tilkynningu með félagaskiptunum „Hann er nákvæmlega þessi týpa sem hver einasti þjálfari vill hafa í sínu liði – harður, óeigingjarn og óþreytandi. Hann berst um hvert einasta frákast, spilar hörkuvörn og kemur með orku í hverja einustu sókn og vörn. Hann er ekki bara tilbúinn fyrir þessa deild – hann ætlar sér að hækka standardinn.”



