Oscar Teglgård Jørgensen hættur hjá Fjölni. Oscar, sem gekk til liðs við Fjölni fyrir tímabilið, mun ekki spila meira með liðinu. Ákvörðunin var samkvæmt tilkynningu tekin í fullri sátt milli leikmanns og stjórnar.
Fjölnir þakkar Oscar í tilkynningu kærlega fyrir framlag hans og jákvætt viðmót á meðan á dvöl hans stóð og óskar honum velfarnaðar í næstu skrefum á ferlinum, bæði innan sem utan vallar.



