spot_img
HomeFréttirYfirgefur Fjölni fyrir nýliðana

Yfirgefur Fjölni fyrir nýliðana

Bergdís Anna Magnúsdóttir hefur samið við nýliða Hamars/Þórs fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Bergdís kemur til Hamars/Þórs frá Fjölni, sem á dögunum gaf út að félagið myndi ekki tefla fram liði á komandi tímabili í Subway deildinni. Hjá Fjölni hefur Bergdís leikið allan sinn feril, en á síðustu leiktíð lék hún um 24 mínútur að meðaltali í leik í deildinni. Þá hefur hún einnig verið hluti af öllum yngri landsliðum Íslands, nú síðast undir 20 ára liði Íslands sem tekur þátt í NM og EM í sumar.

Fréttir
- Auglýsing -