spot_img

Yfirgefur Borgarnes

Björgvin Hafþór Ríkahrðsson mun yfirgefa Skallagrím fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla. Tilkynnir hann þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag með færslu, myndum og þökkum til Borgarness, en fregnirnar staðfesti hann við Körfuna fyrr í dag.

Björgvin Hafþór hefur verið einn af betir leikmönnum fyrstu deildarinnar síðastliðin tímabil með Skallagrími. Hann er 30 ára gamall og að upplagi úr Borgarnesi, en á feril sínum hefur hann einnig leikið fyrir Fjölni, ÍR, Tindastól og Grindavík.

Í samtali við Körfuna sagðist Björgvin ekki vita hvað tæki við. Hann væri ekki hættur, aðeins að flytja til Reykjavíkur og vonaðist eftir að finna sér félag von bráðar.

Fréttir
- Auglýsing -