Nýliðar Ármanns í Bónus deild kvenna hafa samið við Dzönu Crnac fyrir komandi leiktíð. Staðfestir félagið þetta í fréttatilkynningu fyrr í dag.
Dzana er að upplagi úr Keflavík, en kemur til Ármanns frá Aþenu, þar sem hún lék á síðustu leiktíð í Bónus deildinni. Dzana er aðeins 19 ára gömul og hefur ásamt Aþenu einnig leikið fyrir Njarðvík, ásamt því að hafa verið í yngri landsliðum Íslands.
„Við erum gríðarlega ánægð með að fá Dzana í okkar hóp,“ segir Karl Guðlaugsson þjálfari Ármanns í fréttatilkynningu. „Hún bætir bæði gæði og baráttu í liðið og við hlökkum til að vinna með henni.“



