spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaYfirgefa Ljónagryfjuna í sumar

Yfirgefa Ljónagryfjuna í sumar

Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur var kjörin á auka-aðalfundi deildarinnar þann 5. júní síðastliðinn. Halldór Karlsson var áfram kjörinn formaður deildarinnar en hann staðfesti að félagið fengi nýjan heimavöll sinn í Stapaskóla afhentan nú í sumar. Enn frekar sagði hann „Framundan bíður okkar Njarðvíkinga það verkefni að hefja starfsemi á nýjum heimavelli í Stapaskóla. Bæjaryfirvöld hafa tjáð deildinni að Stapaskóli verði reiðubúinn til afhendingar þann 29. júlí næstkomandi. Á komandi tímabili verðum við því á nýjum stað og mikið af spennandi hlutum í gangi enda eru vinsældir körfuboltans sífellt að aukast,”

Það er því endanlega ljóst að Njarðvík mun yfirgefa fornfrægu Ljónagryfjuna í sumar, þar sem liðið vann flesta af sínum 19 Íslandsmeistaratitlum í meistaraflokkum karla og kvenna á síðustu rúmu 70 árum.

Nýr heimavöllur Njarðvíkur í Stapaskóla
Fréttir
- Auglýsing -