Oscar Teglgård Jørgensen hætti hjá fyrstu deildar liði Fjölnis á dögunum. Samkvæmt tilkynningu mun sú ákvörðun hafa verið tekin í fullri sátt milli leikmanns og félagsins Fjölnis.
Oscar mun samkvæmt tilkynningu Bakken Bears ganga til liðs við þá, en það tilkynnti félagið nú á dögunum. Á feril sínum á Íslandi lék Oscar fyrir Sindra, ÍR og síðast Fjölni, en hefur því ákveðið að halda aftur til heimalandsins Danmerkur.
Bakken Bears eru stórveldi í dönskum körfubolta. Lið þeirra hefur unnið titilinn þar í 20 skipti og síðustu 9 ár hafa þeir orðið deildarmeistarar. Þá hafa þeir í 12 skipti orðið danskir bikarmeistarar og reglulega tekið þátt í Evrópukeppnum.



