spot_img
HomeFréttirYfirburðasigur Haukamanna (Umfjöllun)

Yfirburðasigur Haukamanna (Umfjöllun)

00:07

{mosimage}

Haukar tóku á móti Laugdælum í kvöld á Ásvöllum og voru þeir síðarnefndu lítil fyrirstaða fyrir Hafnarfjarðarliðið. Lokatölur á Ásvöllum urðu 120-75 í annars bragðdaufum leik. Þrátt fyrir deyfð leiksins var mikil stemning í Hafnarfjarðarliðinu og virtust þeir skemmta sér ágætlega á meðan Laugdælir náðu aldrei að finna taktinn.

Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru yfir eftir fyrsta leikhluta með 9 stigum. Sveinn Ómar Sveinsson fór fyrir liði Hauka í leikhlutanum og skoraði 10 af 29 stigum sínum í kvöld en Sveinn hefur byrjað leiktíðina af miklum krafti.

Haukar bættu bara í muninn og lögðu grunn að sigrinum í öðrum leikhluta. Haukaliðið vann annan leikhluta með 20 stigum 32-12 og leiddi því í hálfleik með 29 stigum 57-28.

Seinni hálfleikur var næstum bara til sýnis og aðeins formsatriði að klára hann er virtist. Haukaliðið hélt áfram að bæta í muninn á meðan leikmenn Laugdæla fóru að týnast útaf. Minni spámenn fengu að sanna sig hjá báðum liðum og endaði leikurinn með 45 stiga sigri Hauka 120-75.

{mosimage}

Haukar náðu mest 48 stiga mun í lok leiks en þriggjastiga karfa frá Pétri Má Sigurðssyni varð til þess að Haukar náðu ekki knettinum til að gera sigurinn enn stærri.

Leikurinn náðu aldrei flugi og var því miður ekki mikil skemmtun sökum yfirburðar Haukaliðsins sem eru nú taplausir á toppi 1. deildarinnar. Laugdælir sitja hins vegar á botninum og eiga eftir að landa sínum fyrsta sigri í 1. deildinni.

Stigahæstur Hauka í kvöld var Sveinn Ómar Sveinsson en hann skoraði 29 stig og tók 8 fráköst þ.a. 7 sóknarfráköst. Næstur honum var Óskar Ingi Magnússon með 19 stig en þessi bakvörður hefur verið að finna sig vel í fyrstu leikjum tímabilsins. Kristinn Jónasson var svo með 18 stig og 13 fráköst.

Hjá Laugdælum var Pétur Már Sigurðsson með 25 stig, Bjarni Bjarnason var með 16 stig og Viðar Örn Hafsteinsson var með 15 stig og 6 fráköst.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -