spot_img
HomeFréttirYao Ming: Það þarf að senda bestu leikmennina erlendis

Yao Ming: Það þarf að senda bestu leikmennina erlendis

02:05

Yao Ming, leikmaður Kína og Houston Rockets, segir að ef landslið Kína eigi að vera samkeppnishæft á Ólympíuleikunum 2008 þurfi bestu leikmenn liðsins að fara erlendis að spila.

„Þar sem að Ólympíuleikarnir 2008 eru að nálgast óðfluga, ættum við að senda leikmenn eins og Yi Jianlian og Wang Shipeng erlendis að spila sem fyrst til að bæta leik liðsins til skemmri tíma.” sagði Yao „Jafnvel þó að landsliðsmenn okkar fái ekki að spila reglulega, þá muni þeir þó hafa gott af æfingunum. Ég spilaði sem varamaður í 10 mínútur til að byrja með. Þetta veltur allt á vilja og vinnusemi.”

Gremja Yao er skiljanleg þar sem bakverðir Kína átti í miklum vandræðum með að koma boltanum á hann á HM í Japan. Ef Kína nær að bæta þennan ákveðna þátt í leik sínum verða þeir líklegir til afreka á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -