spot_img
HomeFréttirYao Ming klár – búinn að losa sig við hátt í 20...

Yao Ming klár – búinn að losa sig við hátt í 20 kíló

Ein skærasta stjarna heims í íþróttum Yao Ming er byrjaður að æfa á ný og verður með liði sínu Houston Rockets í vetur. Yao sem er þrítugur íhugaði um tíma að hætta að spila en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá þessum risa frá Kína.
Yao er búinn að létta sig um hátt í 20 kíló og er nú á fullu að undirbúa sig fyrir átök vetrarins. Læknir Houston hefur gefið það út að Yao geti byrja að æfa á fullu. Eru þetta gleðifréttir fyrir Houston sem og kínversku þjóðina en Yao er gríðarlega vinsæll í heimalandinu.
 
Houston-menn voru samt ekki viss um það hvort hann yrði með í vetur og fengu til sín miðherjann Brad Miller ef Yao skyldi ekki vera með. Framherjasveit Houston er orðin þétt fyrir veturinn en ásamt þeim Yao Ming og Brad Miller er liðið með þá Luis Scola, Chuck Hayes og Jarred Jeffries.
 
Sjá eldri frétt:
 
Ljósmynd/ Það er ljóst að nokkuð margir hafa tekið gleði sína þegar ljóst var að Yao myndi spila í vetur. Hann var fánaberi Kína á Ólympíuleikunum 2008 í heimalandinu.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -