spot_img
HomeFréttirYao Ming: Ég mun spila á Ólympíuleikunum

Yao Ming: Ég mun spila á Ólympíuleikunum

10:00

{mosimage}
(Yao Ming er einn vinsælasti íþróttamaður heims)

Ólympíuleikarnir fara fram í sumar í Peking í Kína. Yao Ming leikmaður Houston Rockets helsta stjarna Kínverja er meiddur þessa stundina en í kínversku blaði sagði hann að hann myndi spila í sumar með kínverska landsliðinu á Ólympíuleikunum í heimalandinu.

Í opnu bréfi í kínversku dagblaði í gær sagði hann að aðgerð sem hann fór í á mánudag hafi heppnast vel og hann verði kominn í form til að spila í ágúst, þó hann missi af því sem lifir af NBA-keppnistímabilinu. ,,Meiðsli mín hafa gert ykkur áhyggjufull og þið hafið látið í ljós áhyggjur og samúð vegna þess,” skrifaði Yao. ,,Þið hafið alltaf stutt mig og hvatt mig þegar mér hefur gengið illa. Ég vil þakka ykkur fyrir ykkar hlýhug og stuðning.”

{mosimage}
(Yao Ming meiddist alvarlega og þurfti að fara í uppskurð)

Í bréfinu þakkar hann fulltrúum kínverska körfuknattleikssambandsins, fjölskyldu og liðsfélögum. Hann lofar skjótum bata sem læknar hans segja að sé líklegt. Hann býst við að þurfa fjóra mánuði til að jafan sig.

,,Aðgerðin tókst mjög vel og ég mun byrja á endurhæfingu fljótlega. Ég mun gera hvað sem er til að vinna bug á þessum erfiðleikum og ég mun spila fyrir Kína á Ólympíuleikunu og ég verð í mínu besta formi. Sé ykkur á Ólympíuleikunum. Takk fyrir allir.”

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -