spot_img
HomeFréttirWNBA: Silver Stars og Shock spila til úrslita

WNBA: Silver Stars og Shock spila til úrslita

13:49
{mosimage}

(Deanna Nolan gerði 21 stig fyrir Shock í oddaleiknum gegn Liberty)

Það verða San Antonio Silver Stars og Detroit Shock sem leika til úrslita um WNBA titilinn í ár en það voru Shock sem unnu oddaleikinn gegn New York Liberty í úrslitum Austurstrandarinnar 77-73. Deanna Nolan var atkvæðamest í liði Shock í oddaleiknum og setti niður 21 stig.

Fyrra liðið til þess að vinna þrjá leiki í úrslitum Silver Stars og Shock verður WNBA meistari en einvígið hefst annað kvöld þann 1. október þegar Silver Stars taka móti Shock. Næstu leikdagar eru svo 3. og 5. október og svo 6. og 9. október ef með þarf.

Gamli baráttujaxlinn Bill Laimbeer var kátur með sigur Shock gegn Liberty og sagði að þetta væri staðurinn sem liðið stefndi á að vera á hverju tímabili, í úrslitum. ,,Við hefjum hvert ár með það að markmiði að komast í úrslit. Til þess að verða meistari verður þú að komast í úrslit,“ sagði Laimbeer og lýgur þar engu um.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -