spot_img
HomeFréttirWNBA: Shock hafa tekið 1-0 forystu

WNBA: Shock hafa tekið 1-0 forystu

15:31
{mosimage}

(Katie Smith)

Úrslitarimman í WNBA deildinni hófst í nótt en þar eigast við San Antonio Silver Stars og Detroit Shock. Leikurinn fór fram á heimavelli Silver Stars þar sem Shock náði frábærri byrjun á seríunni og nældi sér í útisigur. Lokatölur leiksins voru 69-77 Shock í vil þar sem Katie Smith átti góðan dag fyrir Shock með 25 stig og 9 fráköst.

Sophia Young var atkvæðamest í liði heimamanna með 21 stig og 9 fráköst en næsta viðureign liðanna fer einnig fram á heimavelli Silver Stars og að honum loknum færist einvígið yfir til Detroit. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður WNBA meistari.

Þess má geta að ósigur Silver Stars í nótt var þeirra fyrsti gegn liði af Austurströndinni. Shock reyna nú hvað þær geta til þess að láta söguna frá því í fyrra ekki endurtaka sig en þá vann Shock einmitt fyrsta leikinn í úrslitarimmunni en tapaði titlinum í fimm leikja seríu gegn Phoenix.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -