spot_img
HomeFréttirWNBA: Margt er fimmtugum fært

WNBA: Margt er fimmtugum fært

13:35

{mosimage}

Liberman tók sig vel út í bláa búning Shock

Þegar Nancy Lieberman var 18 ára lék hún á Ólympíuleikunum í Montreal með liði BNA. Liðið lenti í öðru sæti. Árin 1976-1980 lék hún með Old Dominion skólanum og átti stóran þátt því að liðið vann tvo NCAA-titla. Árið 1986 varð hún fyrsta konan til að spila í atvinnudeild karla, þegar hún spilaði með the Springfield Fame í USBL. Hún var atvinnumaður í sautján ár og á þeim tíma var hún með góðar tölur (16 stig á leik, 6 fráköst og 6 stoðsendingar). Árið 1996 varð hún meðlimur frægðarhallarinnar (Basketball Hall of Fame) og þremur árum seinna frægðarhöll kvenna.

Eins og sagt hefur verið frá á karfan.is þá fengu nokkrir leikmenn leikbönn vegna slagsmála í WNBA-leik á milli Shock og Sparks. Þar sem fimm leikmenn Shock voru í banni og Cheryl Ford meiddist illa í áðurnefndum leik, þá fékk þjálfari Shock þá hugmynd að ráða Lieberman á sjö daga samning.

Á fimmtudaginn lék Lieberman með Shock í tapleik (79-61) á móti Comets. Hún lék í níu mín. í leiknum og varð þar með elsti leikmaður sem leikið hefur í WNBA. Hún náði einu skoti á þessum tíma en hitti ekki. Þegar lítið var eftir af leiknum gaf Lieberman blindsendingu (e. no-look pass) á samherja sinn Olayinka Sanni, sem skoraði. Um sjö þúsund manns voru á leiknum og fögnuðu þeir þessari stoðsendingu mikið og lengi.

Mynd: www.wnba.com

Fréttir
- Auglýsing -