spot_img
HomeFréttirWNBA: Japani leikur með meistaraliði Mercury

WNBA: Japani leikur með meistaraliði Mercury

13:00

{mosimage}

Ásinn Yuko Oga finnst gaman að keyra upp völlinn

Hin 25 ára gamla Yuko Oga er meðal fremstu íþróttakvenna Japans. Árið 2001 gekk hún til liðs við JOJO Sunflowers í efstu kvennadeildinni (WJBL) í Japan og átti stóran þátt í því að liðið tók fjóra meistaratitla í röð. Hún var valin MVP í deildinni á síðasta keppnistímabili og var með góðar tölur (7 stoðsendingar og 16 stig).

Í vor tókst henni að komast á mála hjá Phoenix Mercury sem eru núverandi WNBA meistarar. Leikur Yuko Oga byggist fyrst og fremst á hraða hennar og hæfileikum hennar til að keyra að körfunni. Eins og mörgum nýliðum þá hefur það verið erfitt ferli að aðlagast nýrri deild. Eftir fjóra leiki er hún að spila um sjö mín. á leik og er að meðaltali með eina körfu.

Þessa daganna er Oga að leika með japanska landsliðinu í sérstakri forkeppni fyrir Olympíuleikanna í Kína. Fimm efstu liðin í þessari keppni komast til Kína. Lið hennar er komið í 8 liða úrslitin og á erfiðan leik á föstudaginn gegn góðu liði Tékklands. Hún hefur leikið ágætlega í þessari keppni.

Mynd NBA.com

Fréttir
- Auglýsing -