spot_img
HomeFréttirWNBA: Candace Parker byrjaði með látum

WNBA: Candace Parker byrjaði með látum

18:05

{mosimage}

Los Angeles Sparks unnu í gær og Parker (#3) lék vel

Nýliðinn Candace Parker (193 cm.) var fljót að stimpla sig inn í WNBA er lið hennar Los Angeles Sparks sigraði Phoenix Mercury 99-94. Hún var með 34 stig í fyrsta leiknum sínum (WNBA met) og 12 fráköst. Hún var einnig með 8 stoðsendingar. Hún var því mjög nálægt því að vera fyrsti WNBA leikmaðurinn til að ná þrennu í sínum fyrsta leik.

Til gamans má geta að aðeins einn NBA leikmaður hefur náð þrennu í sínum fyrsta leik. Það var hinn frægi og stórgóði Oscar Robertson sem á það met. Oscar var með gælunafnið stóra O-ið og þetta gerði hann árið 1960.

Mynd: www.cnn.com

Fréttir
- Auglýsing -