spot_img
HomeFréttirWNBA: Allt opið ennþá

WNBA: Allt opið ennþá

 
Enn er allt galopið fyrir úrslitakeppnina í WNBA sem byrjar í enda september. Þegar liðin eiga 7-8 leiki eftir í deildinni er ekkert öruggt og liðin í fullri baráttu að komast í úrslitin. Þó er komið í ljós að Washington Mystics og Tulsa Shock komast ekki í úrslitin enda með langverstu stöðuna í sínum riðli. Í austrinu eru Mystics aðeins búnar að vinna 5 leiki af 27 og Shock hafa einungis unnið 1 leik af 26 í vestrinu, sem verður að teljast mjög slæmt í atvinnumannadeild.
Af þeim 10 liðum sem eftir eru eru aðeins tvö lið búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppnina, það eru Indiana Fever sem eru efstar núna í austrinu og Minnesota Lynx sem eru efstar í vestrinu. Þetta þýðir að fjögur lið í hvorum riðli eru að berjast fyrir þeim sex sætum sem eftir eru í úrslitakeppninni. En þess má þó geta að þó svo að Fever og Lynx hafa tryggt sér sæti í úrslitakepnninni eru þau samt sem áður ekki enn búin að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli.
 
Eins og er, er staðan svona í riðlunum:
 
Austur
1. Indiana Fever (19 unna – 8 tapaða)
2. Conneticut Sun (17 – 10)
3. New York Liberty (16 – 12)
4. Atlanta Dream (14 – 13)
5. Chicago Sky (12 – 15)
6. Washington Mystics (5 – 21)
 
Vestur
1. Minnesota Lynx (21 unna – 6 tapaða)
2. Phoenix Mercury (15 – 11)
3. Seattle Storm (16 – 12)
4. San Antonio Silver Stars (13 – 13)
5. Los Angeles Sparks (12 – 15)
6. Tulsa Shock (1 – 25)
 
Eins og sést er ekki mikill munur á liðinum og því spennandi að sjá hvernig niðurstaðan verður í lok deildarinnar.
 
Hægt er að sjá hvenær allir leikirnir eru hér (http://www.wnba.com/schedules ) og einnig nálgast Live Access til þess að horfa á leikina beint á netinu.
 
Mynd/ Seimone Augustus stigahæsti leikmaður Minnesota Lynx með 16,3 að meðaltali í leik.
 
RKR
Fréttir
- Auglýsing -