spot_img
HomeFréttirWNBA að Hlíðarenda í dag

WNBA að Hlíðarenda í dag

 

Í kvöld að Hlíðarenda verða viss þáttaskil í íslensku körfuknattleik þegar leikmaður úr WNBA og fyrrum meistari úr þeirri deild stígur á parketið og spilar fyrstu mínúturnar í Dominosdeild kvenna.  Monica Wright sem varð WNBA meistari og valin nýliði ársins í þeirri deild fyrir nokkrum árum kemur til með að vera í liði Keflavíkur í kvöld gegn Valskonum. 

 

Monica er á samning hjá Seattle Storm en er að komast til baka í form eftir slæm meiðsli á hné. Leikur Keflavíkur og Valskvenna hefst kl 19:15 í kvöld. 

Fréttir
- Auglýsing -