Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. LA Lakers höfðu þá góðan 120-114 sigur á Houston. Þá fóru Dallas og Indiana í framlengingu þar sem Indiana hafði að lokum 130-121 sigur í viðureign liðanna.
Myles Turner var stigahæstur með 30 stig og 16 fráköst í liði Indiana og Paul George daðraði við þrennu með 25 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar. Hjá Dallas var Deron Williams atkævðamestur með 25 stig og 7 stoðsendingar.
Annar sem hjó nærri þrennu í nótt var Russell Westbrook með 32 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í 103-97 sigri Oklahoma gegn Philadelphia.
Í viðureign Lakers og Houston kom Jordan Clarkson af bekknum hjá Lakers og setti 25 stig en James Harden fór fyrir Houston með 34 stig og heilar 17 stoðsendingar. Þá var hann einnig með 8 fráköst svo menn gerðu sér ansi dælt við að landa þrennu í nótt.
Öll úrslit næturinnar
Orlando 96-108 Miami
Indiana 130-121 Dallas
Boston 122-117 Brooklyn
Toronto 109-91 Detroit
Milwaukee 96-107 Charlotte
Memphis 102-98 Minnesota
New Orleans 100-105 Denver
Philadelphia 97-103 Oklahoma
Phoenix 94-113 Sacramento
LA Lakers 120-114 Houston



