Russell Westbrook var valinn bestur í Stjörnuleik NBA deildarinnar þetta árið en hann skoraði 41 stig í leiknum og þar af 27 í fyrri hálfleik. 27 stigin í hálfleik eru met í Stjörnuleiknum en Wilt Chamberlain á enn stigametið í öllum leiknum sem er 42 stig. Vestrið sigraði svo leikinn enn eina ferðina 163-158.
Meira um leikinn sjálfan hér á NBA.com.



