spot_img
HomeFréttirWest og Gray losa sig undan samningi hjá Hornets

West og Gray losa sig undan samningi hjá Hornets

Framherjinn David West hefur losað sig undan samningi við New Orleans, en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum. Hann vill fá lengri og betri samning en West var einn besti leikmaður New Orleans á síðasta tímabili.
Ef West hefði ákveðið að klára samning sinn hefði hann fengið 7.5 milljónir dollara fyrir næsta tímabil. Hann mun nú sækjast eftir lengri samning en West sagði að New Orleans væri enn inn í myndinni ásamt fleiri liðum. Hann vildi einnig fara til liðs sem gæti unnið titilinn á næstunni.
 
West fór í aðgerð á hné í apríl en hann er orðinn góður núna.
 
Hann var valinn í nýliðavalinu 2003 með valrétti nr. 18 af New Orleans og á tvo stjörnuleiki að baki.
 
Einnig hefur varamiðherji New Orleans Aaron Gray sagt sig frá samningi sínum og ætlar að róa á önnur
mið.
 
Mynd: David West ætlar að sjá hvort hann geti fengið langtímasamning í sumar.

 
 
Fréttir
- Auglýsing -