Ísraelska liðið Maccabi FOX Tel Aviv hefur leyst Sonny Weems undan samningi en liðið tilkynnti þetta opinberlega í gær. Weems sem samdi við ísraelska liðið í sumar til tveggja ára leiddi Maccabi í stoðsendingum þessa vertíðina í Euroleague og var næststigahæstur með 11,6 stig að meðaltali í leik í 19 leikjum í Euroleague.
Maccabi er að eiga eitt af sínum verri árum í meistaradeildinni en liðið er eins og stendur í 14. sæti með 7 sigra og 13 tapleiki. Þetta bætir gráu ofan á svart hjá Maccabi þar sem Weems var fyrir ekki svo löngu útnefndur leikmaður vikunnar í 16. umferð Euroleague.
Í yfirlýsingu félagsins segir að vegna óvæntra atburða eins og einkamála leikmannsins hafi verið ákveðið að láta hann lausann undan samningi sínum. Weems hefur áður leikið fyrir Zalgiris Kaunas og CSKA Moskvu en frekari tíðindi af næsta áfangastað leikmannsins hafa ekki borist.
Í kvöld er fjöldi leikja í Euroleague en að þessu sinni er deildarfyrirkomulag á Euroleague þar sem átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Maccabi er nokkuð fjarri þeim raunveruleika eins og sakir standa.
Leikir kvöldsins í Euroleague:
Unics Kazan – Olympiacos
Fenerbache – CSKA Moskva
Zalgiris Kaunas – Barcelona
Brose Bamberg – Maccabi Tel Aviv
Galatasary – Panathinaikos
Baskonia Vitoria – Real Madrid
Crvena Belgrade – Anadolu Efes
Staðan í Euroleague
REGULAR SEASON, ROUND 20, JANUARY 26-27, 2017



