16:11
{mosimage}
(Ken Webb)
Bandaríkjamaðurinn Kenneth Webb hefur ákveðið að hætta sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik og munu þrír leikmenn liðsins sjá um þjálfun liðsinsí í hans stað. www.mbl.is greindi frá þessu fyrir stundu.
Stjórn Skallagríms sagði upp samningum við tvo erlenda leikmenn sem voru búnir að semja við félagið og í kjölfarið var farið yfir stöðuna með þjálfaranum og honum boðið að halda áfram störfum. Webb ákvað að taka ekki því tilboði en hann stýrði liðinu í fyrra með ágætum árangri. Pálmi Sævarsson fyrirliði Skallagríms mun stýra liðinu í samvinnu við þá Hafþór Gunnarsson og Finn Jónsson. Hafþór er að jafna sig eftir aðgerð á hné vegna slitins krossbands.
www.mbl.is
Mynd: [email protected]