spot_img
HomeFréttirWatt í Vesturbæinn

Watt í Vesturbæinn

Körfuknattleiksdeild KR gekk frá samningi við Bandaríkjamanninn Demond Watt áður en lokað var fyrir félagaskipti hér á landi á miðnætti á föstudaginn. Tveggja metra maðurinn Watt mun spila með KR út leiktíðina. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, vonast til að Watt auki styrk KR-inga í baráttunni undir körfunni. www.visir.is greinir frá.
 
 
„Hann spilaði í Finnlandi í fyrra og þar áður í Svíþjóð,“ segir Finnur Freyr. Hann segirBrynjar Þór Björnsson, Helga Má Magnússon og Pavel Ermolinskij alla hafa spilað gegn honum í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég fékk fín meðmæli með honum.“
 
Watt spilaði með háskólaliði Texas A&M Corpus Christi áður en hann hélt í Norðurlandatúrinn sem nú stendur yfir. Hann er væntanlegur til landsins á fimmtudag og mun spila sinn fyrsta leik með KR gegn KFÍ á föstudag.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -