spot_img
HomeFréttirWatson verður með Keflavík í kvöld

Watson verður með Keflavík í kvöld

17:00
{mosimage}

(TaKesha Watson)

Eins og kom fram fyrr í dag mun TaKesha Watson leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í vetur. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur staðfesti það fyrir stundu að Watson yrði með Keflavík í kvöld þegar liðið mætir Haukum í undanúrslitum Poweradebikarsins í Laugardalshöll. Leikurinn hefst kl. 19:00.

Til stóð að Watson myndi reyna fyrir sér annars staðar í Evrópu að lokinni síðustu leiktíð með Keflavík og fékk hún m.a. tilboð frá liði á Portúgal og víðar en á endanum var það ákvörðun hennar að snúa á ný til Keflavíkur og víst að þá kætast margir í röðum Íslandsmeistaranna. Watson mun því að öllum líkindum skarta Tíunni (nr.10) í Laugardalshöll í kvöld og láta vel til sín taka.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -