spot_img
HomeFréttirWashington Wizards-San Antonio Spurs á NBA TV

Washington Wizards-San Antonio Spurs á NBA TV

20:30 

{mosimage}

 

 

Tíu leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og á NBA TV verður stórleikur Washington Wizards og San Antonio Spurs í beinni útsendingu á miðnætti eða kl. 00:00. Leikurinn fer fram í Verizon Center í Washington, höfðuborg Bandaríkjanna. Leikurinn í kvöld er annar leikurinn í átta leikja útihrynu hjá Spurs og töpuðu þeir fyrsta leiknum gegn Phoenix Suns. Wizards eru á hinn bóginn með eitt besta vinningshlutfallið á heimavelli í deildinni og þar innanborðs er ,,Agent 0” eins og hann Gilbert Arenas er jafnan kallaður vestra. ,,Janúar var ekki góður hjá okkur og þessi útileikjahryna mun annað hvort þétta okkur saman sem lið eða skapa sundrung í hópnum,” sagði argentínski landsliðmaðurinn Manu Ginobili, leikmaður Spurs en hann bætti því við að þetta hefði undanfarin tímabil verið sá tímapunktur sem hlutirnir væru að smella saman hjá Spurs. Hvað verður í kvöld í Washington kemur í ljós á NBA TV á miðnætti.

 

Aðrir leikir næturinnar:

 

Toronto Raptors-Orlando Magic

Philadelphia 76ers-Charlotte Bobcats

Atlanta Hawks-New Jersey Nets

Cleveland Cavaliers – LA Clippers

Indiana Pacers – Seattle Supersonics

Boston Celtics-Miami Heat

Minnesota Timberwolves-Golden State Warriors

Dallas Mavericks – Memphis Grizzlies

Denver Nuggets – New Orleans Hornets

Fréttir
- Auglýsing -