spot_img
HomeFréttirWashington Wizards - Finnast töfrarnir aftur?

Washington Wizards – Finnast töfrarnir aftur?

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hefst 26. október.

 

Áður birt:

15. sæti – Brooklyn Nets

14. sæti – Philadelphia 76ers

13. sæti – Miami Heat

12. sæti – Milwaukee Bucks

11. sæti – Orlando Magic

10. sæti – Charlotte Hornets

9. sæti – Chicago Bulls

8. sæti – New York Knicks

 

 

 

Washington Wizards

Heimavöllur: Verizon Center

Þjálfari: Scott Brooks

 

Helstu komur: Ekki um auðugann garð að gresja, segjum Ian Mahinmi.
Helstu brottfarir: Nene, Jared Dudley.

 

Það verður varla sagt um þetta Washington lið að það sé gríðarlega áhugavert. Þetta lið er frekar þekkt stærð, og var langt undir væntingum í fyrra. Nýr þjálfari, Scott Brooks hefur verið ráðinn til þess að koma þessu liði á réttann kjöl, ég trúi því þegar ég sé það. Brooks var nefninlega einmitt þekktur fyrir staðann og fyrirsjáanlegann sóknarleik í Oklahoma og enginn leikmaður Wizards er á sama kaliberi og Russell Westbrook eða Kevin Durant.

 

Þeirra styrkleikar eru John Wall sem er góður bæði í vörn og sókn, Bradley Beal þegar hann er ekki í borgaralegum klæðum og að þeir eru með svipað lið og í fyrra. Ég býst líka við að Markieff Morris rífi sig upp og sýni okkur að hann hefur enn að geyma leikmanninn sem var frábær í Phoenix fyrir 2 árum. Veikleikarnir eru aftur á móti þeir sömu og síðast. Lélegt spacing, staður sóknarleikur á köflum og lykilmenn eru miklar meiðslahrúgur.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – John Wall
SG – Bradley Beal
SF  – Otto Porter
PF – Markieff Morris
C – Marcin Gortat

 

Gamlinginn: Marcin Gortat(32). Ef þú vilt sjá hvernig á að rúlla að körfunni eftir skrín. Horfðu á Gortat.

Fylgstu með: Bradley Beal, leikmaður sem þarf einungis að haldast heill til þess að taka næsta skref. En gerir hann það?

 

Spá: 42-40 – 7. sæti

Fréttir
- Auglýsing -