spot_img
HomeFréttirWashington Mystics meistarar í fyrsta sinn

Washington Mystics meistarar í fyrsta sinn

Washington Mystics varð í nótt meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins er það sigraði Connecticut Sun 78-89 í oddaleik í úrslitaseríu WNBA deildarinnar í nótt.

Sun leiddi oddaleikinn fyrir fjórða leikhluta 64-62 en í honum héldu engin bönd leikmönnum Mystics sem rúlluðu honum upp með þrettán stiga mun, 27-14.

Emma Meesseman var valin besti leikmaður úrslitaseríunnar.

Hin belgíska Emma Meesseman, sem skoraði 22 stig í leiknum, var valin besti leikmaður úrslitaseríunnar eftir að hafa skorað 17,8 stig og tekið 4,6 fráköst að meðaltali í leikjunum fimm. Emma, sem varð einnig Rússlands- og EuroLeague meistari með UMMC Ekaterinburg í vor, sleppti öllu tímabilinu í fyrra og hluta úr tímabilinu í ár til að spila með belgíska landsliðinu.

Mystics komst einnig í úrslit síðasta haust en tapaði þá fyrir Seattle Storm 3-0.

Auk Emmu átti Elena Delle Donne góðan leik fyrir Mystics en hún skoraði 21 stig og tók 9 fráköst. Jonquel Jones var stigahæst hjá Sun með 25 stig en Alyssa Thomas kom næst með 21 stig.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -