Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. John Wall og félagar í Washington Wizards komust þá í undanúrslit með 4-1 sigri á Chicago Bulls í 8-liða úrslitum. Wizards unnu leik næturinnar 69-75 þar sem Wall var með 24 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá varð að framlengja slag Oklahoma og Memphis.
Memphis vann hádramatískan sigur 100-99 og leiðir 3-2 í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í undanúrslit vesturdeildarinnar. Staðan var 90-90 eftir venjulegan leiktíma þar sem flautukarfa var dæmd af Memphis en þeir létu það ekki á sig fá heldur kláruðu leikinn 100-99 þar sem flautukarfa var svo dæmd af Oklahoma. Russell Westbrook var með magnaða þrennu í liði Oklahoma, 30 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar en Mike Miller kom með 21 stig inn af bekknum fyrir Memphis og var 5-8 í þristum.
Reynsluboltinn Derek Fisher setti svo met í nótt þegar hann lék sinn 245. leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Fisher kom inn af bekknum hjá Oklahoma með 5 stig.
LA Clippers 113-103 Golden State
LA Clippers leiða 3-2
Oklahoma 99-100 Memphis (framlengt)
Memphis leiðir 3-2
Chicago 69-75 Washington
Washington komið í undanúrslit og mætir annað hvort Atlanta eða Indiana.
Phantom-video – það besta úr leik Oklahoma og Memphis í nótt: