spot_img
HomeFréttirWashington framlengir við Wall og fleiri leikmenn

Washington framlengir við Wall og fleiri leikmenn

Washington Wizards hafa framlengt samning þeirra John Wall, Jordan Crawford, Trevor Booker og Kevin Seraphin. Félagið átti rétt á að framlengja samning þeirra og eru þeir því samningsbundnir næstu tvö tímabilin.
Einnig virkjaði félagið ákvæði í samningi þeirra Nick Young, Othyus Jeffers, Hamady Ndiaye og Larry Owens sem gerir því kleift að jafna öll tilboð sem þeir myndu fá frá öðrum liðum. Þeir eru allir með lausan samning en Washington á rétt á því að jafna öll tilboð sem þeir taka og þá verða þeir að vera hjá Washington.

Mynd: John Wall átti frábært tímabil í fyrra sem nýliði.

Fréttir
- Auglýsing -