spot_img
HomeFréttirWarriors létu rigna í Miami

Warriors létu rigna í Miami

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt, Cleveland lagði Orlando í framlengingu, Golden State náði í útisigur á heimavelli meistara Miami, Brooklyn lagði Oklahoma á útivelli og Knicks unnu Spurs…og flestir NBA áhangendur hafa vafalítið nuddað stýrurnar að minnsta kosti þrisvar til fjórum sinnum úr augum sínum því á dauða okkar áttum við von fremur en mörgum af þessum úrslitum næturinnar.
 
 
Miami 114-123 Golden State
Ekkert lið hefur til þessa gert 123 stig á Miami þetta tímabilið en sú varð raunin í nótt. Stephen Curry bauð upp á 8 af 15 í þristum og kláraði með 36 stig og 12 stoðsendingar. LeBron James gerði svo 26 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Miami. Sigur Warriors var sá áttundi í röðinni og er liðið á lengstu samfelldu yfirstandandi sigurgöngunni í NBA deildinni um þessar mundir.
 
San Antonio 101-105 New York
Vafalítið stærsti sigur Knicks á tímabilinu! Melo mættur aftur og splæsti í tvennu með 27 stig og 12 fráköst. Þá var Iman Shumpert einnig með 27 stig hjá Knicks. Marco Belinelli var atkvæðamestur hjá Spurs með 32 stig.
 
Portland 134-104 Charlotte Bobcats
Bobcats eygðu ekki mikla von fyrir leikinn gegn Portland og þegar heimamenn jörðuðu 21 þrist þá var þetta búið spil. Portland varð einnig í nótt fyrsta lið NBA deildarinnar frá upphafi til að skora 20 þrista eða meira í tveimur leikjum á leiktíð. Þá jafnaði Portland félagsmetið sem er 21 þristur í leik. Chris Douglas-Roberts gerði 20 stig hjá Bobcats en Wesley Matthews var með 25 stig í liði Portland.
 
Tilþrif næturinnar:
 
Úrslit næturinnar:
FINAL
 
7:00 PM ET
ORL

Orlando Magic

81
CLE

Cleveland Cavaliers

87
W
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
ORL 23 16 23 17 81
 
 
 
 
 
 
CLE 19 22 16 22 87
Overtime
 
Highlights
 
FINAL
 
7:30 PM ET
GSW

Golden State Warriors

123
W
MIA

Miami Heat

114
Fréttir
- Auglýsing -