Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Golden State Warriors unnu sinn fimmtugasta deildarleik! Golden State heimsótti þá Atlanta og hélt á braut með 10 stiga sigur, 92-102.
Stephen Curry splæsti í 36 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá bætti Klay Thompson við 27 stigum en saman voru þeir bræður með 10-25 í þristum. Hjá Atlanta var Al Horford með 23 stig, 16 fráköst og 6 stosðendingar.
Með sigrinum settu meistarar Warriors met þar sem þeir urðu fljótastir til þess að vinna 50 sigra á einu tímabili. Warriors hafa s.s. unnið 50 deildarleiki og tapað 5. Warriors eru farnir að færa sig upp á skaftið og vestanhafs er mikið rætt um hvort þeir geti bætt met Chicago Bulls sem unnu 72 leiki og töpuðu 10 tímabilið 1995-96.
Öll úrslit næturinnar
| 1 | 2 | 3 | 4 | T |
|---|---|---|---|---|
| 25 | 19 | 25 | 19 | 93 |
|
|
|






