spot_img
HomeFréttirWarriors klæða sig í nýjar treyjur

Warriors klæða sig í nýjar treyjur

Adidas í samvinnu við Golden State Warriors frumsýndu nýja búninga á mánudaginn og mun Golden State liðið spila í þeim gegn San Antonio Spurs 22. febrúar. Þykja þessir búningar líkjast handboltagalla frekar en körfuboltabúning en Adidas gefur það út að þetta séu léttustu búningarnir  í umferð í dag.
 
Búningar þessir eiga að vera 26% léttari en þeir búningar sem að Warriors spila í í dag og eiga að vera hagstæðir til körfuknattleiksiðkunar innan vallar og gefa áhangendum nýtt og ferskt útlit.
 
Það verður svo hver að dæma um hvort þetta sé „málið“.

Sjá fleiri myndir

Mynd/ warriors.com

 
Fréttir
- Auglýsing -