Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og beindust flestra augu að viðureign Golden State Warriors og San Antonio Spurs. Warriors höfðu 86-92 sigur í leiknum og unnu þar með sinn fyrsta útileik á heimavelli San Antonio í hart nær tvo áratugi og jöfnuðu sigramet Chicago Bulls frá 1995-96 tímabilinu. Næsti sigur Warriors í deildinni slær metið!
Stephen Curry fór mikinn í liði Warriors með 37 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar en LaMarcus Aldridge fór fyrir Spurs með 24 stig og 10 fráköst.
„Markmiðið er að vinna titilinn en við höfum sett okkur í frábæra stöðu til þess að gera nokkuð sem engu öðru liði hefur tekist áður, það er markverður árangur,“ var m.a. það sem Stephen Curry lét hafa eftir sér eftir leikinn í nótt.
Þá mættust Houston Rockets og Lakers í nótt þar sem Houston vann 130-110 sigur í viðureign liðanna. James Harden gerði 40 stig í leiknum og Kobe Bryant var með 35 fyrir Lakers. Kobe upplýsti eftir leikinn að hann og Harden hefðu átt spjall saman þar sem Harden bað Kobe og Lakers vinsamlegast um að vinna Utha en sá sigur myndi gera undur og stórmerki fyrir Houston í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Phantom-video frá Warriors vs Spurs
Topp 10 tilþrif næturinnar
Öll úrslit næturinnar
1 | 2 | 3 | 4 | T |
---|---|---|---|---|
27 | 26 | 27 | 30 | 110 |
|
|