Einn leikur fór fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Golden State Warriors komust í úrslit vesturstrandarinnar með því að sópa Utah Jazz 4-0 út í sumarið. Lokatölur í nótt voru 95-121 Warriors í vil.
Draymond Green landaði þrennu í liði Warriors í nótt með 17 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar en stigahæstur var Stephen Curry með 30 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá Utah var Gordon Hayward atkvæðamestur með 25 stig og 5 fráköst.
Golden State mun mæta Houston eða San Antonio í úrslitum en staðan þar er 2-2.