spot_img
HomeFréttirWarren leystur undan samningi

Warren leystur undan samningi

Snæfell hefur ákveðið að leysa Bandaríkjamanninn Jamarco Warren undan samningi. Hann mun ekki hafa þótt standa undir væntingum í Stykkishólmi.
 
 
Leit stendur yfir að nýjum manni í stað Warren og líkast til munu Hólmarar fá sér leikstjórnanda. Hvort nýr maður verði kominn fyrir fyrsta leik Snæfells í deildinni er óvíst en Snæfell mætir Þór Þorlákshöfn í Stykkishólmi föstudaginn 11. október næstkomandi.
 
Mynd/ [email protected] – Jamarco Warren til varnar í leik gegn Keflavík í Lengjubikarkeppninni.
  
Fréttir
- Auglýsing -