spot_img
HomeFréttirWalsh og D´Antoni bjartsýnir á tímabilið hjá New York

Walsh og D´Antoni bjartsýnir á tímabilið hjá New York

15:45
{mosimage}

(Donnie Walsh)

Donnie Walsh formaður körfuboltamála hjá New York Knicks í NBA deildinni og Mike D´Antoni þjálfari liðsins eru bjartsýnir með framhaldið hjá sínum klúbbi en eins og flestum er kunnugt hefur liðið úr Stóra eplin mátt muna sinn fífil fegurri.

Æfingabúðir Knicks hófust á dögunum og sögðust bæði Walsh og D´Antoni vera ánægðir með þann efnivið sem þeir höfðu í höndunum en þeir komu báðir til liðs við Knicks að lokinni síðustu leiktíð.

,,Hjá okkur eru nægilegir hæfileikar til þess að vinna nokkra leiki og við þurfum ekki nauðsynlega á því að halda að fá einhverja leikmenn til liðs við okkur. Ég er spenntur fyrir ákveðnum þáttum í okkar liði og á þeim getum við vel byggt,“ sagði Walsh við fjölmiðla Vestanhafs.

D´Antoni var hreinskilinn í svari sínu aðspurður um möguleika liðsins: ,,Um leið og þú ferð að fara út af sporinu er mjög erfitt að komast aftur á beinu brautina í NBA deildinni. Í fyrra vandist New York liðið nokkrum slæmum siðum en í ár er það mitt hlutverk að halda liðinu á réttri braut og við höfum nægilega hæfileika í okkar röðum til að gera það,“ sagði D´Antoni.

Walsh hefur mikla trú á D´Antoni sem þjálfara en síðustu sex leiktímabil hefur hann stýrt Phoenix Suns og Denver Nuggets. Á mála hjá þessum liðum hefur D´Antoni unnið 267 leiki og tapað 172. Leiktíðina 2004-2005 var D´Antoni útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni og ljóst að miklar vonir eru bundnar við hann í New York um þessar mundir.

Mynd: MSG Photos
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -