Washington Wizards tóku John Wall með fyrsta valréttin nýliðavalsins í nótt, en almennt var álitið að Wall, sem er leikstjórnandi, væri langefnilegasti leikmaður þessa árs. Ekki var síður fyrirsjáanlegt að Philadelphia 76ers tóku skotbakvörðinn Evan Turner, leikmann ársins í háskólaboltanum, með öðrum valrétti.
NJ Nets tóku kraftframherjann Derrick Favors með þriðja valrétti og Minnesota Timberwolves tóku Wesley Johnson með þeim fjórða. Miðherjinn Greg Monroe fór til Sacramento með fimmta valrétti og Ekpe Udoh fór nokkuð óvænt til Golden State Warriors með sjötta valrétti, m.a. vegna þess að DeMarcus Cousins, sem var tekinn strax á eftir var talinn umtalsvert efnilegri kraftframherji. Cousins er hins vegar talinn vanta nokkuð upp á í þroska og eljusemi sem er talið munu há honum en oft hafa lið tekið áhættu með slakari menn (les. Michael Beasley).
Hér má sjá fyrstu umferð nýliðavalsins:
1. Wizards John Wall PG
2. 76ers Evan Turner SG
3. Nets Derrick Favors PF
4. Timberwolves Wesley Johnson SF
5. Kings DeMarcus Cousins C
6. Warriors Ekpe Udoh PF
7. Pistons Greg Monroe PF
8. Clippers Al-Farouq Aminu SF
9. Jazz Gordon Hayward SF
10. Pacers Paul George SF
11. Hornets Cole Aldrich C
12. Grizzlies Xavier Henry SG
13. Raptors Ed Davis PF
14. Rockets Patrick Patterson PF
15. Bucks Larry Sanders PF
16. Timberwolves Luke Babbitt SF
17. Bulls Kevin Seraphin PF
18. Thunder Eric Bledsoe PG
19. Celtics Avery Bradley SG
20. Spurs James Anderson SG
21. Thunder Craig Brackins PF
22. Trail Blazers Elliot Williams SG
23. Timberwolves Trevor Booker PF
24. Hawks Damion James SF
25. Grizzlies Dominique Jones SG
26. Thunder Quincy Pondexter SF
27. Nets Jordan Crawford SG
28. Grizzlies Greivis Vasquez SG
29. Magic Daniel Orton C
30. Wizards Lazar Hayward SF



