spot_img
HomeFréttirWade heitur: Evans með magnaða flautukörfu

Wade heitur: Evans með magnaða flautukörfu

 
Mikið var um að vera í NBA deildinni í nótt en maður næturinnar er vafalítið Tyreke Evans sem tryggði Sacramento Kings magnaðan sigur á Memphis Grizzlies 100-98. Sjón er sögu ríkari en sjá má lokasprettinn í leik Kings og Grizzlies hér þar sem Grizzlies virðast vera búnir að tryggja sér sigurinn en annað kom á daginn! Zach Randolph gerði 35 stig og tók 17 fráköst hjá Grizzlies en hjá Kings var Tyreke Evans með 21 stig en Udrih var með 24 stig.
Atlanta 103-93 Golden State
Josh Smith var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig og 10 fráköst. Al Horford átti einnig góðan dag með Hawks en hann gerði 21 stig og tók 15 fráköst. Hjá Golden State var Dorell Wright með 32 stig og 11 fráköst.
 
Charlotte 101-92 Cleveland
Stephen Jackson fór mikinn í liði Bobcats með 38 stig og 6 fráköst en hjá Cleveland kom Ramon Sessions með 22 stig af bekknum.
 
Washington 104-90 Indiana
Nick Young gerði 25 stig og tók 9 fráköst fyrir Galdramennina en hjá Indiana var Mike Dunleavy með 20 stig.
 
Detroit 104-92 Boston
Tracy McGrady gerði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Pistons en sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Hjá Celtics var Paul Pierce með 33 stig og 8 stoðsendingar.
 
Minnesota 113-119 Denver
Mr. Big Shot, Chaunsey Billups, fór mikinn í sigurliði Denver með 36 stig og 5 stoðsendingar en hjá Minnesota var Michael Beasley með 33 stig.
 
New Orleans 88-103 Lakers
Lamar Odom gerði 24 stig í liði Lakers en hjá New Orleans var Chris Paul með 20 stig og 7 stoðsendingar.
 
Oklahoma 114-93 New Jersey
Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir OKC en hjá New Jersey voru Brook Lopez og Devin Harris báðir með 19 stig.
 
Houston 119-125 Miami
Dwyane Wade skoraði 45 stig fyrir Miami og fór þannig yfir 40 stiga múrinn annan leikinn í röð. Athygli vekur að Wade skoraði aðeins einn þrist en var með 17/24 í teignum og hitti úr öllum 10 vítaskotum sínum í leiknum. Argentínumaðurinn Luis Scola var stigahæstur hjá Rockets með 22 stig.
 
Phoenix 110-123 Philadelphia
Vince Carter lék sinn fyrsta leik fyrir Phoenix og skoraði 18 stig en stigahæstur í tapliði Suns var Steve ,,ég verð alltaf ungur” Nash með 23 stig og 15 stoðsendingar. Hjá Philadelphia var Jrue Holiday með 25 stig en 76ers léku aðeins á átta leikmönnum og sjö þeirra skoruðu 10 stig eða meira í leiknum og þrír fóru yfir 20 stigin.
 
LA Clippers 95-103 Utah
Blake Griffin landaði sinni tuttugustu tvennu í röð með Clippers en það dugði ekki til. Griffin var með 30 stig og 12 fráköst en hjá Utah var Al Jefferson með 31 stig og 10 fráköst.
 
Mynd/ Tyreke Evans gerði lygliega flautukörfu í nótt.
 
Fréttir
- Auglýsing -