spot_img
HomeFréttirWade fær grænt fyrir ÓL

Wade fær grænt fyrir ÓL

00:49

{mosimage}

Dwayne Wade hefur fengið grænt ljós hjá læknum að hann geti spilað með bandaríska landsliðinu í sumar á Ólympíuleikunum í Peking. Wade hefur verið frá um tíma vegna aðgerðar sem hann fór í á vinstra hné fyrr í vetur.

Lið Bandaríkjanna hefur ekki verið formlega tilkynnt en það verður gert á mánudag en fregnir um liðsvalið hefur lekið út og er talið víst að Wade verði einn af 12 liðsmönnum bandaríska liðsins ef hnéið heldur.

Pat Riley, forseti Miami, styður þátttöku Dwaynes Wade á Ólympíuleikunum en keppnin fer fram frá 10. ágúst til 24. ágúst.

Wade var með bandaríska liðinu á síðustu Ólympíuleikum sem fóru fram í Aþenu árið 2004 og á síðasta HM í Japan 2006.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -