spot_img
HomeFréttirWade ætlar ekki í neina pásu: Spilar erlendis ef kemur til þess

Wade ætlar ekki í neina pásu: Spilar erlendis ef kemur til þess

 
Bakvörðurinn magnaði, Dwyane Wade hjá Miami Heat, mun ekki sitja auðum höndum ef verkfallið í NBA verður til þess að deildarkeppnin leggist af. ,,Ég ætla að spila körfubolta á þessu ári, ég veit ekki hvar en ég elska þennan leik og það ræðst bara hvar ég muni spila,“ sagði Wade fyrr í vikunni og ófá liðin sem vildu njóta starfskrafta hans en væntanlega sárafáir sem gætu haft svona jaxl á launaskrá.
Wade hefur neitað því að hafa fengið boð um að spila annars staðar í Bandaríkjunum en á dögunum komst það í hámæli að honum hefði boðist tvær milljónir Bandaríkjadala á mánuði fyrir að leika í Kína.
 
Wade slær ekki slöku við æfingar og undirbýr sig núna líkt og af leiktíðinni verði en er ekki bjartsýnn á framhaldið líkt og liðsfélagi hans LeBron James sem tippar á að fjörið í NBA hefjist á réttum tíma. Þá er ekki síður mikið að gera hjá Wade í félagslífinu sem undanfarið hefur setið fjölmarga viðskiptafundi og farið í myndatökur fyrir hin ýmsu verkefni.
 
Rétt eins og mátti búast við segir Wade sem leikmaður í deildinni að samningamálin séu ekki tilkomin af höndum leikmanna, verkfallið séu ekki þeirra gjörðir heldur eigenda liðanna í NBA. Eflaust eru eigendurnir á öðru máli.
 
Fréttir
- Auglýsing -