spot_img
HomeFréttirVorum betri en Hollendingar í seinni hálfleik

Vorum betri en Hollendingar í seinni hálfleik

{mosimage}

 

 

(Hlynur Bæringsson) 

 

 

Hlynur Bæringsson gerði 10 stig í kvöld þegar Íslendingar lágu gegn Hollendingum. Lokatölur leiksins voru 94-91 fyrir Hollendinga sem reyndust sterkari í blálok leiksins.

 

„Við lentum 23 stigum undir og í síðari hálfleik náðum við að jafna leikinn með góðum kafla,“ sagði Hlynur Bæringsson í samtali við Karfan.is í kvöld. „Flugið hefur kannski setið aðeins í okkur en það er engin afsökun. Logi náði að jafna leikinn með góðri þriggja stiga körfu en þegar um 10-12 sekúndur voru til leiksloka settu Hollendingarnir niður þrist og kláruðu þannig leikinn,“ sagði Hlynur.

 

Á morgun er leikur gegn Belgíu en Belgar eru A-þjóð í körfuknattleik. „Ég hef ekkert séð Belgana spila lengi en þeir eru sterkir og þetta verður örugglega erfiður leikur. Við erum samt með svipaðan hóp og lagði Belgíu að velli fyrir um tveimur árum,“ sagði Hlynur að lokum.

 

Jón Arnór Stefánsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld en hann er væntanlegur til Hollands á morgun og sagði Hlynur að það myndi styrkja landsliðshópinn töluvert.

Fréttir
- Auglýsing -